A few of the Gauls (Icelandic)

asterix
Ástríkur gallvaski, er aðalhetja okkar. Málfræðingar deila um hvernig viðurnefni hans til komið, sumir telja að það þýði vaskur Galli, aðrir að það sé vegna þess, að sá galli er á fræknleik hans, að honum þverr máttur, nema Sjóðrikur hressi upp á hann. En vaskur er hann.
panoramix
Sjóðríkur seiðkarl er gamall þulur, sem situr löngum yfir mannætupottinum sínum og bruggar margan seyð. Annars er hann oft á ferli upp í eikartrjám að höggva mistiltein. Frægasta uppskrift hans er kjarnadrykkurinn, leynivopn Gaulverjabæjarmanna.
assurancetourix
Óðrikur algaula er hið heimsfræga ljóðskáld Gaulverjabæjarmanna, sem getur átt von á því á hverri stundu að fá nafla-verðlaunin. Þó eru allskiptar skoðanir um listræna hæfileika hans. Hann er sjálfur í þeim hópi sem telur sig frábæran, en allir aðrir eru í hinum hópnum.
obelix
Steinríkur alvaski er hinsvegar fullkomlega hraustar. Hann annast útburð á minnisvörðum, en er forfallinn í steikta villigelti. Hann er stöðugt fylginautur Ástríks vinar sins og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, að minnsta kosti ef hann fær sinn steikta villigölt.
abraracourcix
Aðalríkur allsgáði er hinn mikilhæfi ættarhöfðingi Gaulverjabæjar. Hann er hátignarlegur, hraustur og all skapríkur. Hann vill gjarnan lyftast sem hæst og næ himninum, en það eina sem hann óttast í heiminum er, að himnarnir hrynji yfir hann. Það gerir hann stundum svartsýnan og er það þá máltæki hans: "Morgundagurinn kemur aldrei."